Reynsla

Viaplan býr yfir 12 ára reynslu og þekkingu á sviði samgöngumála og samgönguskipulags.

Þekking

Styrkleiki Viaplan liggur í því að horfa á samgöngukerfi heildstætt, út frá þörfum allra ferðamáta og með framtíðarþróun að leiðarljósi.

Gagnaöflun

Viaplan vinnur markvisst að því að afla gagna með rannsóknum og könnunum til að stuðla að bættri ákvarðanatöku í samgöngumálum.

Fagleg þjónusta

Viaplan býður faglega og jafnframt persónulega þjónustu.

Um Viaplan

Viaplan er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf, rannsóknum og gagnaöflun á sviði samgöngumála. Viaplan býður upp á heildarlausnir í samgöngu- og umferðarskipulagi, hvort sem um er að ræða gangandi umferð, hjólandi umferð, almenningssamgöngur eða bílaumferð. Viaplan einblínir á mikilvægi þess að huga að samspili byggðar og samgangna og samspili mismunandi ferðamáta.  Gott samgönguskipulag er lykilatriði í því að gera borgir og bæi lífvænlega og mannlega staði til að vera á. Helstu verkefni fyrirtækisins eru í Danmörku og á Íslandi.

Lilja G. Karlsdóttir

Eigandi og samgönguverkfræðingur

Lilja G. Karlsdóttir er samgönguverkfræðingur með bakgrunn í umferðarlíkönum og samgönguskipulagi frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU).  Hún hefur yfirgripsmikla verkefnareynslu bæði úr opinbera geiranum og einkageiranum og hafa verkefnin spannað alla verkþætti, frá skilgreiningu, gagnaöflun og stefnumótun  yfir í útfærslu og eftirlit.  Sérþekkingin liggur í samgönguskipulagi og umferðarlíkönum og hefur hún komið að verkefnum í öllum stærstu bæjum Danmerkur og á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi.  Verkefnin hafa m.a. verið stefnumótandi samgönguáætlanir,  umferðarlíkön og skipulag almenningssamgangna. Lilja G. Karlsdóttir hefur einnig unnið sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík og situr í fagráði Tækniþróunarsjóðs hjá Rannís

Hafðu samband

Viaplan
Fjóluás 36
221 Hafnarfirði

Sími: 845 9966
Netfang: viaplan(hjá)viaplan.is
www.viaplan.is
https://www.facebook.com/viaplan.is/