Ein grunnforsenda fyrir því að geta skipulagt samgöngur svo vel sé er aðgengi að gögnum um samgöngkerfi dagsins. Gögnin eru margs konar, t.d. umferðartalningar og hraðatalningar en einnig upplýsingar um mannfjölda og   hegðun fólks, hvernig er aldurssamsetning, hvar býr fólk og hvar starfar það. Síðustu árin hefur Vipalan unnið að því að safna saman upplýsingum um ferðamynstur fólks. Ferðamynstur er í raun bara það ferðalag sem fólk fer daglega til vinnu og er á ensku kallað Commuting patterns. Ferðamynstur gefa okkur hugmynd um það hversu viljugt fólk er til að ferðast á milli staða en einnig tölfræði um það hvar fólk vinnur miðað við búseti, t.d. hversu margir Reykvíkingar vinna í Hafnarfirði og öfugt.

Niðurstöður úr fyrsta verkefninu, sem unnið var á Austurlandi með aðstoð Rannsóknarsjóðs Vegagerðarinnar má lesa nánar um hér:

Ferðamynstur á Austurlandi