Borgir sem leggja áherslu á að hanna umhverfi sitt með gangandi og hjólandi vegfarendur í fyrsta sæti halda á lyklinum að því að verða eftirsóknaverðar.  Allstaðar í heiminum er að verða vakning í þessum efnum út af því að fólk er að átta sig á því að bíllinn skapar oft á tíðum meiri vandamál en hann leysir í borgum og bæjum.  Danmörk og Holland hafa lengi verið framarlega í því að skapa umhverfi fyrir gangandi og hjólandi og eru því oft notuð sem dæmi um góðar fyrirmyndir.

Að auka veg og virðingu gangandi og hjólandi vegfarenda er ódýrt og tiltölulega einfalt og krefst lítils annars en áræðni og þor frá pólitíkusum.  Ávinningur fyrir samfélagið er hins vegar margfaldur í formi bættrar lýðheilsu, minni loftmengunar, ódýrara vegkerfis og ekki síst ánægðari almennings.

Hér fyrir neðan má sjá áhugaverðan fyrirlestur Gil Penolosa sem starfaði fyrir Umhverfissvið Bogota í Kólumbíu þegar borgin tók stakkaskiptum með stórbættu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi.  Þessi fyrirlestur á mikið erindi hér á Íslandi. Hann talar meðal annars um hugmyndina á bakvið 8-80 borgir, þ.e. að hanna borgir sem henta 8 ára og 80 ára í staðinn fyrir að hanna borgir fyrir 30 ára íþróttafólk.

„When we build very high quality bicycle infrastructure, besides protecting cyclists, it shows that a citizen on a $30 bicycle is equally as important to one in a $30,000 car“