Ljósastýrð gatnamót eru eitthvað sem einkennir borgar og bæjarlífið.  Til að byrja með eru ljósastýrð gatnamót yfirleitt sett upp til að auka öryggi vegfarenda á gatnamótum, en eftir því sem fram líða stundir eru þau oftast notuð til þess að reyna að stýra flæði umferðar í þéttum bæjarkjörnum.  Þau eru einnig notuð til að  veita sumum ferðamátum forgang fram yfir aðra, t.d forgang fyrir  almenningssamgöngur.  Misjafnt getur verið hvernig stýringin er á ljósagatnamótum, sums staðar er sama forrit notað yfir allan daginn fyrir lósin, algengara er þó að nota mismunandi ljósastýringar fyrir mismunandi hluta dagsins, eða nota ljósastýringar þar sem umferðin stýrir sjálf hvernig ljósin eru stillt.

Góð stilling á ljóastýrðum gatnamótum er ein ódýrasta leið sem til er til að bæta umferðarflæði.