Ferðamynstur Austurlands og Höfuðborgarsvæðið

, ,

Austurland

austurland-ferdamynsturÞað er víða skortur á gögnum þegar kemur að samgöngumálum og vantar t.d gögn á Íslandi um hvar fólk er að vinna. Þetta þýðir að við getum m.a. ekki svarað því hvað eru margir Kópavogsbúar sem vinna í Kópavogi og hve margir vinna utan Kópavogs. Sömuleiðis þýðir þetta að við eigum erfitt með að skilgreina svokölluð ferðamynstur á Íslandi eða það sem á ensku kallast Commuting patterns og á dönsku Pendlings mønster. Árið 2015 fékk Viaplan styrk frá Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar til þess að reyna að varpa ljósi á ferðamynstur fólks annars vegar á Austurlandi og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin voru unnin í samvinnu við Innanríkisráðuneytið, Skipulagsstofnun og Byggðastofnun.

Verkefnið á Austurlandi snérist um að kanna ferðamynstur fólks og geta út frá því reynt að greina vinnusóknarsvæði. Vinnusóknarsvæðin voru skilgreind sem þau svæði þar sem 90% af íbúum vinna. Svörun í verkefninu var nærri 20% og gefa niðurstöðurnar því nokkuð góða hugmynd um hvert fólk er að ferðast á Austurlandi.

Skýrslu verkefnisins má nálgast hér á vef Vegagerðarinnar

Höfuðborgarsvæðið

hofudborgarsv-ferdamynsturVerkefnið fyrir höfuðborgarsvæðið snérist einnig um að kanna ferðamynstur fólk en sökum stærðar svæðisins var eingöngu um nokkurs konar stikkprufu að ræða þar sem rúmlega 20 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt. Helstu niðurstöður sýna að um 85-95% svarenda á höfuborgarsvæðinu er að ferðast innan við 10-12 km vegalengd.

Verkefnið fyrir höfuðborgarsvæðið snérist líka um að rannsaka fjölda bílferða við mismunandi vinnustaði, þar sem niðurstöður sýna skýrt að ferðafjöldinn er mjög mismunandi eftir því um hvaða tegund húsnæðis er að ræða. Þannig er verslunarhúsnæði á borð við Bónus með upp undir 1,5 bílferð á hvern fermeter húsnæðis á meðan skrifstofuhúsnæði á borð við Actavis er eingöngu með um 0,12 bílferðir á hvern fermeter húsnæðis

Skýrslu verkefnisins má einnig nálgast á vef Vegagerðarinnar

 

Skills

Posted on

maí 19, 2016