Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

Nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið var samþykkt 29.júní 2015 af öllum sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og staðfest af Skipulagsstofnun. Svæðisskipulagið ber nafnð Höfuðborgarsvæðið 2014 og er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kjósarhrepps, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins fram til ársins 2040. Stóra breytingin í stefnunni frá fyrri stefnum er hin mikla áhersla á uppbyggingu almenningssamgangna og er lagt upp með nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, Borgarlínan, sem tengir kjarna sveitarfélaganna og markar viðmið um hvar æskilegast er að þétta byggð.

Viaplan starfaði sem undirráðgjafi verkfræðistofunnar Mannvits við gerð svæðisskipulagsins.

 

icon-lrg-pdf-62Hér má lesa meira um Svæðisskipulagið

 

Skills

Posted on

mars 9, 2016