Skipulag samgangna er lykilatriði í því að bæjir og borgir virki vel og séu aðlaðandi fyrir fólk.   Samgönguskipulag felur í sér greiningar, stefnumótun og útfærslu á samgöngukerfum.  Samgönguskipulag getur verið unnið fyrir einstaka verkefni, sveitarfélög eða ríki. Markmiðið er þó alltaf það að reyna að taka á áskorunum tengdum samgöngum með heildarhagsmuni allra ferðamáta að leiðarljósi.

Samgönguskipulag felur í sér mat á áhrifum samgangna á hagkerfið, tengingu á milli ferðahegðunar og landnotkunar, áhrif á umhverfi og loftslag og almennt á lífsgæði almennings. Samgönguskipulag felur líka í sér að breyta viðhorfi almennings til að hvetja til meiri notkunar á vistvænum ferðamátum í staðinn fyrir einkabílinn.