Hver eru umferðaráhrifin af hinum ýmsu stefnum og straumum í hinu pólitíska landslagi.  Hvað gerist ef við byggjum nýjan veg, lokum núverandi vegi, hvað ef við byggjum í Vatnsmýrinni, hvað ef við byggjum lest, hver eru loftslagsáhrifin af umferðinni?  Samgöngumál skipa oft stóran sess í stjórnmálum og í daglegu lífi okkar allra.  Samgönguframkvæmdir eru líka í flestum tilfellum mjög dýrar, og er venjan þar að tala í milljörðum króna í stað milljóna og þar af leiðandi getur verið ansi dýrt að gera mistök.  Til þess að reyna að forðast mistök í ákvarðanatöku er notast við samgöngulíkön af öllum stærðum og gerðum, til að „módellera“ framtíðan.

Samgöngulíkön eru hentug og ódýr aðferð til þess að reyna að skipuleggja og hafa stjórn á samgöngukerfinu. Samgöngulíkön geta gefið okkur hugmyndir um hvað framtíðin ber í skauti sér miðað við ákveðnar forsendur og hjálpað til við ákvarðanatöku í bæði samgöngu- og byggðamálum.  Það eru til mismunandi stærðir og gerðir af samgöngulíkönum allt eftir því hvaða verkefni þarf að skoða. Verkefnin geta verið allt frá athugun á áhrifum svæðisskipulagstillagna eins og fyrir allt höfuðborgarsvæðið og niður í það að skoða ein gatnamót. Verkefnin geta líka verið fyrir mismunandi ferðamáta, bíla, strætó, lestir, hjól eða fótgangandi eða jafnvel blanda af þessu öllu þar sem hægt er að meta hvernig fólk skiptir á milli ferðamáta.

Auk þess að gefa bein svör við áhrifum af ýmsum breytingum eru samgöngulikön oft upplýsingaveitur fyrir önnur svið eins og umhverfisáætlanir, félagshagfræðilegar greiningar og hljóðvistarútreikninga.

Dæmi um verkefni sem umferðarlíkön geta veitt svör við eru eftirfarandi:

  • Áhrif af skipulagstillögum
  • Áhrif af nýjum íbúðarhverfum
  • Áhrif af breytintigum á vegakerfinu
  • Árhif af breytingum á almenningssamgöngukerfum
  • Lofstlagsáhrif af umferðinni
  • Upplýsingar um fjölda bíla
  • Upplýsingar um magn ekinna km
  • Upplýsingar um ferðatíma